Hugmyndasmiðir
er fræðsluverkefni og stökkpallur fyrir frumkvöðla framtíðar.

Markmiðið er að gefa börnum kunnáttu, verkfæri og trú á eigin getu til að breyta heiminum í gegnum nýsköpun.

Krakkar eru hugmyndasmiðir og framtíðin er þeirra. Áskoranirnar sem heimurinn stendur frammi fyrir núna eru stórar og verkefnin í tengslum við loftslagsmál eru flókin og aðkallandi. Þetta eru verkefni sem þarf að leysa sem allra fyrst. Við viljum skapa umhverfi þar sem krakkar vaxa úr grasi og taka þátt í að skapa lausnir við þessum áskorununum.

Sjónvarpsþættir

Sjónvarpsþáttasería Frábær hugmynd! fræðir krakka um hvað það er að vera frumkvöðull. Fjallað er um skapandi hugsun, hugmyndaferlið, við kynnumst íslenskum frumkvöðlum og fræðumst um hvernig maður skapar stórar lausnir fyrir allan heiminn.

Bók

Bókin Frábær hugmynd! fjallar um hvernig krakkar geta orðið hugmyndasmiðir. Bókin fræðir krakka um nýsköpun, frumkvöðlafærni og hvernig maður eflir skapandi hugsun.

Verkstæði

Ninna hugmyndasmiður tekur á móti skapandi krökkum á Verkstæði Hugmyndasmiða í hinni ævintýralegu Rafstöð í Elliðaárstöð. Unnið er með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir.

Meistarabúðir

Efnilegir hugmyndasmiðir á aldrinum 10-11 ára sækja um þátttöku í meistarabúðum í nýsköpun og skapandi hugsun. Sérfræðingar leiða þátttakendur í gegnum skapandi hugmyndaferli og unnið verður að lausnum við mismunandi vandamálum.

Fræðsluefni

Hugmyndasmiðir vilja efla alla nýsköpunarfræðslu fyrir börn og vinna að því að skapa skemmtilegan og öflugan fræðsluvettvang. Meðal fræðsluefnis eru myndböndin Heimsókn til hugmyndasmiða þar sem við tölum við frumkvöðla víðsvegar um langið og fáum að heyra þeirra sögu.