HUGMYNDASMIÐIR

Nafnið Hugmyndasmiðir stafað í brúnum lit

Krakkar eru hugmyndasmiðir!

Eflum frumkvöðlafærni krakka og hvetjum þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Verkefnið HUGMYNDASMIÐIR fræðir krakka um nýsköpun og dregur fram fyrirmyndir frumkvöðla af öllum kynjum, aldri, sviðum og landshlutum Íslands.

Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafærni krakka og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Krakkar eru hugmyndasmiðir og framtíðin er þeirra. Heimurinn breytist á ógnarhraða og áskoranirnar sem mannkynið stendur frammi fyrir eru flóknar. Við verðum að skapa umhverfi þar sem krakkar vaxa úr grasi sem öflugir frumkvöðlar sem skapa lausnir við áskorunum framtíðar.

  Verkefnið Hugmyndasmiðir er:

 • Bókin Hugmyndasmiðir

  Bók fyrir krakka sem fjallar um hvernig þau geta orðið hugmyndasmiðir. Bókin fræðir krakka um nýsköpun, frumkvöðlafærni og hvernig maður eflir skapandi hugsun. Auk þess segir bókin frá íslenskum frumkvöðlum sem hafa látið drauma sína verða að veruleika. Bókaútgáfan Bókabeitan gefur bókina út í byrjun árs 2024.

 • Sjónvarpsþættirnir Hugmyndasmiðir

  Sjónvarpsþáttasería sem fræðir krakka um hvað það er að vera frumkvöðull. Fjallað er um skapandi hugsun, talað við íslenska frumkvöðla og hvernig maður skapar stórar lausnir fyrir allan heiminn. Þættirnir verða sýndir á KrakkaRÚV í byrjun árs 2024.

 • Vefsíðan hugmyndasmidir.is

  Vefsíða með fræðsluefni um nýsköpun og myndböndum með viðtölum við íslenska frumkvöðla.

 • Smiðjur fyrir 1.-4. bekk

  Skapandi smiðjur fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ára. Smiðjurnar verða kenndar inni í skólum landsins og kenna krökkum að efla skapandi hugsun og frumkvöðlafærni.

 • Meistarbúðir fyrir 10-11 ára skapandi krakka

  Efnilegir hugmyndasmiðir sækja um þátttöku í meistarabúðum í nýsköpun og skapandi hugsun. Hópur af færustu og framsæknustu frumkvöðlum landsins leiða skapandi ferli í þessum meistarbúðunum þar sem krakkarnir fá að spreyta sig á að finna lausnir á aðkallandi vandamálum nútímans og framtíðarinnar.

Frábær hugmynd!

Bók fyrir krakka

Vilt þú vera hugmyndasmiður?

Í þessari bók lærir þú hvernig hægt er að:

 • – Hugsa skapandi
 • – Fá hugmyndir
 • – Láta hugmynd verða að veruleika

Bókin fjallar líka um hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir framtíðina. Í bókinni eru alls konar vinnublöð þar sem þú getur skrifað og teiknað hugmyndirnar þínar.

Textahöfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Myndhöfundur: Ninna Margrét Þórarinsdóttir
Nýsköpunarfræðingur: Svava Björk Ólafsdóttir

Viltu læra að hugsa skapandi og fá hugmyndir? Ertu kannski alltaf að fá hugmyndir og langar að læra að koma þeim í framkvæmd?

Í þessum þáttum segja þau Birta og Jean frá því hvernig þú getur orðið hugmyndasmiður. Hugmyndasmiður er sá sem fær hugmynd og hefur hugrekki og kraft til að láta hana verða að veruleika.
Þau spjalla við íslenska hugmyndasmiði um uppfinningarnar þeirra og segja þér allt um það hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir bæði nútíð og framtíð.

Þættina finnur þú hér.

Handritshöfundar: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason
Framleiðsla og leikstjórn: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Kvikmyndataka og klipping: Elvar Örn Egilsson
Grafík: Ninna Margrét Þórarinsdóttir
Yfirframleiðandi: Svava Björk Ólafsdóttir
Umsjón þátta: Birta Steinunn Sunnu Ægisdóttir og Jean Daníel Seyo Sonde

Hugmyndasmiðir

Teiknuð portrett mynd af Svövu Björk

Svava Björk Ólafsdóttir

sérfræðingur í nýsköpun

Svava Björk hefur margra ára reynslu úr vistkerfi nýsköpunar. Hún er stofnandi RATA og vinnur með aðilum um allt land við að móta og þróa öflug samfélög frumkvöðla og stuðningsaðila. Svava kennir stærsta nýsköpunarnámskeið landsins í Háskólanum í Reykjavík, vinnur með fjárfestum í gegnum Framvís og er Angel Ambassador í Nordic Ignite.

Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og verkefnastjóri

Eva Rún hefur síðustu árin skrifað fjölmargar bækur fyrir börn. Hún starfaði áður sem framleiðandi á KrakkaRúv og hefur skrifað handrit að sjónvarpsþáttum fyrir börn um allt milli himins og jarðar, þar á meðal þáttaseríu um umhverfismál. Auk þess hefur hún kennt krökkum skapandi skrif í mörg ár. Eva Rún útskrifaðist úr námi í skapandi leiðtogafræðum í skólanum Kaospilot í Danmörku árið 2006 og hefur fjölbreytta reynslu af því að stýra menningarviðburðum. Eva Rún fékk Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 fyrir barnabókina Sögur fyrir svefninn og hlaut Edduna 2021 fyrir Stundina okkar.

Teiknuð portrett mynd af Evu Rún
Teiknuð portrett mynd af Ninnu

Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhönnuður

Ninna Þórarinsdóttir er teiknari og hönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og ýmis konar hönnun fyrir umhverfi barna. Ninna er líka partur af hönnunarteyminu Þykjó. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Verk hennar má sjá á www.ninna.is.

Samstarfssnillingar

Teiknuð portrett mynd af Evu Þóru

Eva Þóra Karlsdóttir forritari

Eva Þóra brennur fyrir því að búa til fallegar og notendavænar vefsíður. Hún lærði forritun í Belgíu og starfaði sem fullstack forritari hjá belgísku sprotafyrirtæki áður en hún flutti heim til Íslands. Hún starfar nú sem framendaforritari hjá RÚV.

Teiknuð portrett mynd af Heimi

Heimir Freyr Hlöðversson listamaður og kvikmyndagerðarmaður

Heimir hefur unnið við listsköpun, margmiðlun, og kvikmyndagerð s.l. 20 ár. Hann vinnur með mismunandi miðla vídeó, ljósmyndir og hljóð. Hann var í tónlistarnámi frá sex ára aldri þangað til að hann varð tuttuguogtveggja ára. Eftir tónlistarnámið fór hann og stúderaði margmiðlunarlist í Hollandi og síðar kvikmyndagerð í Madrid.

Bakhjarlar

Elliðaárstöð

Í Elliðaárstöð gerum við hið ósýnilega sýnilegt! Við fræðum um orku, vísindi og umhverfismál í gegnum hönnunaráskoranir og leik. Slík nálgun eykur hæfni nemenda til að takast á við áskoranir í síbreytilegum heimi, stuðlar að þrautseigju, gagnrýninni hugsun og lausnaleit.

Atvinnumál kvenna

Glókollur - háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Vinnupallar ehf.

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla, er ein af bakhjörlum Hugmyndasmiða. Markmið Vinnupalla er að styðja við öryggi í mannvirkjaiðnaði með sölu á framúrskarandi vörum og fræðslu á öryggisþáttum. Vinnupallar ehf styðja við Hugmyndasmiði af því að störf framtíðarinnar eru enn óþekkt í dag. Við erum sífellt að leita að skapandi, en jafnframt öruggum, lausnum í vinnuumhverfi okkar og viljum að börnin okkar læri að hugsa og hegða sér þannig að þeim séu allir vegir færir í hvaða starfsumhverfi sem er, hvar sem er í heiminum.

Takk fyrir hjálpina á fyrstu metrunum

Stuðningur í gegnum Karolina fund.

Takk fyrir stuðninginn!

Jarþrúður Ásmundsdóttir Kolfinna Kristínardóttir Þórhallur Jónsson Ásdís Gottskálksdóttir Dýrleif Jónsdóttir Magnus Arnason

Áfram nýsköpun!

Birna Dröfn Birgisdóttir Árni Rúnar Örvarsson Andri Kristinsson Diljá Valsdóttir Sigurrós Oddsdóttir Haraldur Helgason Elín Hanna Petursdottir Eiríkur Rafnsson Fida Abu Libdeh Hrafnhildur Svansdottir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir Stefán Þór Helgason Hanna Sigurkarlsdóttir Oddur Sturluson Nunna ehf. Hákon Ágústsson Einar Birgir Einarsson Esther Þorvalds Thorunn Jonsdottir Arnar Hrólfsson Þóra Þórarinsdóttir Garðar Finnsson Fjóla Dögg Sverrisdóttir Sigridur Bjarnadóttir Ásta Guðmundsdóttir Hildur Halldórsdóttir Helga Gunnarsdóttir Droplaug Jónsdóttir Auður Örlygsdóttir Holmfridur Arnadottir

Vá - takk hugmyndasmiður!

Hafdís Huld Björnsdóttir Atli Björgvinsson Eva Michelsen Sif Björk Birgisdóttir Sunna Einarsd Stefan Baxter Brandur Karlsson Ragnhildur Ágústsdóttir Marino Þórisson Hjalmar Gislason Elisabet Jonsdottir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir Jóhann Sigurðsson Háskólafélag Suðurlands HfSu Aðalsteinn Óttarsson Ragnheiður H. Magnúsdóttir Valtýr Gunnarsson Ásta Eyjólfsdóttir Hekla Arnardottir Petur Richter Gunnar Þór Jóhannesson Magnús Ingi Óskarsson Haraldur Hugosson Andrés Jónsson

Við erum orðlaus - takk!

Magnús Harðarson Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins Kerecis KLAK INNOVIT Græn plast orka (GPO) Atli Björgvinsson

Nýsköpunarlandið Ísland!

Sigríður Hrund Pétursdóttir / Vinnupallar

Hugmyndasmiðir kynna:

Meistarabúðir

Meistarabúðir er skapandi sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-11 ára sem vilja læra að fá hugmyndir sem geta breytt heiminum. Námskeiðið fer fram í samstarfi við Elliðaárstöð þar sem við munum nota umhverfið sem innblástur.

Á námskeiðinu læra þátttakendur:

 • – að fá hugmyndir og hugsa skapandi
 • – hvernig hægt er að sækja innblástur úr umhverfinu og nýta í hugmyndavinnu
 • – að búa til hugmyndir með og fyrir náttúruna
 • – ýmsan fróðleik um endurnýtingu og orku

Hverjir: 10-11 ára krakkar
Hvenær: 18.-20. júní kl 9:00-12:00
Hvar: Elliðaárstöð

Skráning fer fram hér

Samstarfsaðilar Meistarabúða 2024 eru Elliðaárstöð, Umhverfisstofnun og Terra. Unnið verður með þemað endurnýting og orka.

Samstarfsaðilar Meistarabúða 2023 voru Umhverfisstofnun, Brim, Háskólinn í Reykjavík, Vinnupallar og Blái Herinn. Unnið var með þemað: Plastið í sjónum.

Hafa samband

Ertu með hugmynd? Sendu okkur póst á teymid[at]hugmyndasmidir.is.

Hugmyndasmiðir á samfélagsmiðlum