Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafærni krakka og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.
Krakkar eru hugmyndasmiðir og framtíðin er þeirra. Heimurinn breytist á ógnarhraða og áskoranirnar sem mannkynið stendur frammi fyrir eru flóknar. Við verðum að skapa umhverfi þar sem krakkar vaxa úr grasi sem öflugir frumkvöðlar sem skapa lausnir við áskorunum framtíðar.
Bók fyrir krakka sem fjallar um hvernig þau geta orðið hugmyndasmiðir. Bókin fræðir krakka um nýsköpun, frumkvöðlafærni og hvernig maður eflir skapandi hugsun. Auk þess segir bókin frá íslenskum frumkvöðlum sem hafa látið drauma sína verða að veruleika. Bókaútgáfan Bókabeitan gefur bókina út í byrjun árs 2024.
Sjónvarpsþáttasería sem fræðir krakka um hvað það er að vera frumkvöðull. Fjallað er um skapandi hugsun, talað við íslenska frumkvöðla og hvernig maður skapar stórar lausnir fyrir allan heiminn. Þættirnir verða sýndir á KrakkaRÚV í byrjun árs 2024.
Vefsíða með fræðsluefni um nýsköpun og myndböndum með viðtölum við íslenska frumkvöðla.
Skapandi smiðjur fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ára. Smiðjurnar verða kenndar inni í skólum landsins og kenna krökkum að efla skapandi hugsun og frumkvöðlafærni.
Efnilegir hugmyndasmiðir sækja um þátttöku í meistarabúðum í nýsköpun og skapandi hugsun. Hópur af færustu og framsæknustu frumkvöðlum landsins leiða skapandi ferli í þessum meistarbúðunum þar sem krakkarnir fá að spreyta sig á að finna lausnir á aðkallandi vandamálum nútímans og framtíðarinnar.
Stuðningur í gegnum Karolina fund.
Hugmyndasmiðir kynna:
Á námskeiðinu læra þátttakendur:
Hverjir: 10-11 ára krakkar
Hvenær: Júní 2024
Hvar: Elliðaárstöð
Sendu okkur línu ef þú vilt fá póst frá okkur þegar skráning opnar.
Samstarfsaðilar Meistarabúða 2023 voru Umhverfisstofnun, Brim, Háskólinn í Reykjavík, Vinnupallar og Blái Herinn. Unnið var með þemað: Plastið í sjónum.
Ertu með hugmynd? Sendu okkur póst á teymid[at]hugmyndasmidir.is.