• Teiknuð mynd af Svövu Björk Ólafsdóttur. Hún er í gulri peysu og appelsínugulum jakka

    Svava Björk Ólafsdóttir

    Sérfræðingur í nýsköpun

    Svava Björk hefur margra ára reynslu úr vistkerfi nýsköpunar. Hún er stofnandi RATA og vinnur með mismunandi aðilum með því að styðja við nýsköpunarferla og mótun stuðningsverkefna fyrir nýsköpunarumhverfið. Hún er einnig stofnandi IceBAN sem eru samtök íslenskra viðskiptaengla, kennir stærsta nýsköpunarnámskeið landsins í Háskólanum í Reykjavík og er Angel Ambassador í Nordic Ignite.

  • Teiknuð mynd af Evu Rún Þorgeirsdóttur. Hún er í grænni peysu við fjólubláan bakgrunn

    Eva Rún Þorgeirsdóttir

    Rithöfundur og verkefnastjóri

    Eva Rún hefur síðustu árin skrifað fjölmargar bækur fyrir börn. Hún starfaði áður sem framleiðandi á KrakkaRúv og hefur skrifað handrit að sjónvarpsþáttum fyrir börn um allt milli himins og jarðar, þar á meðal þáttaseríu um umhverfismál. Auk þess hefur hún kennt krökkum skapandi skrif í mörg ár. Eva Rún útskrifaðist úr námi í skapandi leiðtogafræðum í skólanum Kaospilot í Danmörku árið 2006 og hefur fjölbreytta reynslu af því að stýra menningarviðburðum. Eva Rún fékk Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 fyrir barnabókina Sögur fyrir svefninn og hlaut Edduna 2021 fyrir Stundina okkar.

  • Teiknuð mynd af Ninnu Þórarinsdóttur. Hún er í blárri peysu við bleikan bakgrunn

    Ninna Þórarinsdóttir

    Barnamenningarhönnuður

    Ninna Þórarinsdóttir er teiknari og hönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og ýmis konar hönnun fyrir umhverfi barna. Ninna er líka partur af hönnunarteyminu Þykjó. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Verk hennar má sjá á www.ninna.is

Baklandið

  • Elliðaárstöð er okkar allra helsti samstarfsaðili.

    Í Elliðaárstöð gerum við hið ósýnilega sýnilegt! Við fræðum um orku, vísindi og umhverfismál í gegnum hönnunaráskoranir og leik. Slík nálgun eykur hæfni nemenda til að takast á við áskoranir í síbreytilegum heimi, stuðlar að þrautseigju, gagnrýninni hugsun og lausnaleit.

  • Eva er forritari og hefur verið okkur innan handar við heimasíðuna okkar.

    Eva Þóra brennur fyrir því að búa til fallegar og notendavænar vefsíður. Hún lærði forritun í Belgíu og starfaði sem fullstack forritari hjá belgísku sprotafyrirtæki áður en hún flutti heim til Íslands. Hún starfar nú sem framendaforritari hjá RÚV.

  • Hugmyndasmiðir hlutu styrk frá Atvinnumálum kvenna 2023 sem var ómetanlegt fyrir fyrstu skrefin.

  • Hugmyndasmiðir hlutu styrk úr nýsköpunarsjóðnum Glókolli í upphafi árs 2023.