
Meistarabúðir
Meistarabúðir er skapandi sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-11 ára sem vilja læra að fá hugmyndir sem geta breytt heiminum. Námskeiðið fer fram bæði úti og inni í Elliðaárstöð og munu þátttakendur smíða og búa til, fara í leiki og lenda í ævintýrum.
Á námskeiðinu læra þátttakendur:
að fá hugmyndir og hugsa skapandi
hvernig hægt er að sækja innblástur úr umhverfinu og nýta í hugmyndavinnu
að búa til hugmyndir með og fyrir náttúruna
ýmsan fróðleik um endurnýtingu, orku og vísindi
Hverjir: 10-11 ára krakkar
Hvenær: 23. - 25. júní kl 09.00-12.00
Hvar: Elliðaárstöð
Samstarfsaðilar Meistarabúða 2025 eru Elliðaárstöð og VOR Vísindasjóður
Samstarfsaðilar Meistarabúða 2024 voru Elliðaárstöð, Umhverfisstofnun og Terra. Unnið var með þemað “endurnýting og orka”.
Samstarfsaðilar Meistarabúða 2023 voru Umhverfisstofnun, Brim, Háskólinn í Reykjavík, Vinnupallar og Blái Herinn. Unnið var með þemað “plastið í sjónum”.